William Gallas, fyrrum leikmaður Chelsea, er ekki sannfærður um það að Emiliano Martinez muni reynast Chelsea vel.
Markvörðurinn Martinez er orðaður við Chelsea þessa dagana en hann er markvörður Aston Villa.
Talið er að Martinez sé að kveðja Villa í sumar og er Chelsea á meðal þeirra liða sem horfa til leikmannsins.
,,Ég er ekki viss um að Emi Martinez muni henta Chelsea vel. Hann er góður markvörður og augljóslega mikilvægur fyrir Argentínu,“ sagði Gallas.
,,Hann hefur gert vel hjá Aston Villa en ég verð að viðurkenna að ég held að hans koma sé ekki jákvæð fyrir Chelsea.“
,,Ég er ekki sannfærður um að hann sé með réttan persónuleika fyrir Chelsea.“