fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 6. júlí 2025 20:57

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið er úr leik á EM eftir tap gegn gestgjafaþjóðinni Sviss í kvöld. Hér neðar eru einkunnir leikmanna Íslands.

Leikurinn var jafn lengi vel eins og við var að búast og fengu bæði lið sín færi. Íslenska liðið skaut til að mynda tvisvar í slána.

Stelpurnar okkar spiluðu vel í seinni hálfleik en fengu högg í magann þegar stundarfjórðungur lifði leiks er Geraldine Reuteler slapp í gegn og skoraði.

Við þetta varð íslenska liðið vankað og Sviss bætti öðru marki við eftir skyndisókn í uppbótartíma. Var þar að verki Alayah Pilgrim.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Sviss. Ísland er án stiga eftir tvo leiki og úr leik þó svo að einn leikur sé eftir gegn Noregi.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir – 7
Varði nokkrum sinnum vel og gat lítið gert í mörum Sviss

Guðný Árnadóttir (33′) – 6
Eins og flestir í íslenska liðinu steig hún upp þessar rúmu 30 mínútur sem hún spilaði. Fór meidd af velli, vonandi ekkert of alvarlegt.

Glódís Perla Viggósdóttir – 7
Yfirveguð frammistaða í endurkomu fyrirliðans úr veikindum.

Ingibjörg Sigurðardóttir – 6

Heilt yfir fínn leikur og skoraði næstum í byrjun. Hugsanlega má setja spurningamerki við varnarleikinn í marki Sviss.

Guðrún Arnardóttir – 6
Fín frammistaða og bjargaði nokkrum sinnum vel.

Dagný Brynjarsdóttir – 7
Kom með mikla yfirvegun og reynslu inn á miðjuna og gerði allt sitt mjög vel.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir – 6
Smá ólík sér í byrjun og enn vann sig vel inn í leikinn. Eins og áður finnst manni samt að það þurfi að koma henni meira á boltann.

Alexandra Jóhannsdóttir – 6
Skildi allt sitt eftir og átti ágætis leik á miðjunni.

Agla María Albertsdóttir (67′)- 7
Bauð upp á mikinn kraft og dugnað, líkt og þegar hún kom inn á gegn Finnum í síðasta leik.

Sandra María Jessen – 7 – Maður leiksins
Frábær í flestum þáttum leiksins. Vann gríðarlega vel til baka, barðist og pressaði endalaust og kom með ógnandi hlaup einnig.

Sveindís Jane Jónsdóttir – 6
Kom sér í frábærar stöður en stundum vantaði upp á ákvarðanir á síðasta þriðjungi.

Varamenn
Sædís Rún Heiðarsdóttir (33′) – 6
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (67′) – 6

Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld