Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, viðurkennir það fúslega að hann hafi ekki spilað sinn besta leik í vetur og á nóg inni fyrir næsta tímabil.
Colwill gagnrýnir eigin frammistöðu á síðustu leiktíð en hann spilaði marga leiki fyrir Chelsea sem tryggði sér Meistaradeildarsæti og vann Sambandsdeildina.
Englendingurinn er enn aðeins 22 ára gamall en hann er staðráðinn í að skrá sig í sögubækurnar hjá uppeldisfélaginu.
,,Ég er ekki nálægt þeim stað sem ég vil vera á. Að verjast einn á einn hefur reynst mér erfitt,“ sagði Colwill.
,,Ég hef þó sannað það að ég er að bæta mig og sérstaklega þegar kemur að sendingum en stundum er ég of latur.“
,,Við vitum öll hversu stórt þetta félag er og hver markmiðin eru. Við þurfum að horfa fram veginn.“