fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

BBC setur spurningamerki við að leikur Íslands og Finnlands hafi verið fyrsti leikur EM, sem nú er í fullum gangi í Sviss.

Finnland vann leikinn 1-0, en hann fór fram áður en formlegur opnunarleikur mótsins, Sviss gegn Noregi, var spilaður um kvöldið.

„Á meðan EM 2022 hófst á stórkostlegan hátt, með sigri Englands á Austurríki fyrir framan næstum 70 þúsund áhorfendur á Old Trafford þá hófst mótið í Sviss á 8100 manna leikvangi með nokkrum auðum sætum,“ segir í umfjöllun BBC um leikinn.

Mótið á Englandi fyrir þremur árum naut mikilla vinsæla og stóðu heimamenn, Englendingar, uppi sem sigurvegarar.

Mynd: DV/KSJ

„Þetta var furðuleg leið til að hefja mótið, en fjörið byrjar í kvöld þegar Sviss tekur á móti Noregi með tilheyrandi opnunarhátíð í Basel í kvöld.“

Þess má geta að Noregur hafði svo betur gegn gestaþjóðinni Sviss síðar á miðvikudagskvöld.

Ísland mætir Sviss í næsta leik á sunnudag og svo Noregi á fimmtudag. Eftir tapið gegn Finnum í fyrstu umferð er allt undir og má íslenska liðið allavega alls ekki tapa næsta leik gegn heimamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus