Brandon Williams gæti verið að taka ansi athyglisvert skref á sínum ferli en hann er fyrrum leikmaður Manchester United.
Samkvæmt Daily Mail hefur Ole Gunnar Solskjær áhuga á að semja við Williams sem er atvinnulaus í dag.
Bakvörðurinn var síðast hjá Ipswich 2023-2024 en hefur ekkert spilað síðan samningur hans hjá United rann út.
Williams spilaði 36 leiki undir Solskjær eitt tímabil í Manchester en var mun minna notaður eftir að sá norski var látinn fara.
Solskjær er þjálfari Besiktas í efstu deild Tyrklands í dag og hefur gert fína hluti þar hingað til.