Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Þór Bæring Ólafsson, útvarpsmaður með meiru, er mættur til Thun, þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur leik gegn Finnum á EM í kvöld. Hann er bjartsýnn.
„Ég er virkilega spenntur. Það þarf sigur í dag, það er bara þannig,“ sagði hann við 433.is á Fan Zone í Thun í dag.
Þór þekkir það ansi vel að ferðast á fótboltaleiki og hefur hann einnig komið mörgum Íslendingum á leiki í gegnum ferðaskrifstofu sína.
„Þetta er fjórða Evrópumótið sem ég fer á svo það var aldrei að fara að klikka að mæta hingað til Sviss,“ sagði Þór.
„Ég held að þetta verði erfitt en að þær taki þetta 2-1, ég hef fulla trú á því. Ég er búinn að fara á ansi marga leiki á EM kvenna en ekki séð sigur, en það kemur í dag.“
Nánar í spilaranum.