Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur verið kynnt sem nýr leikmaður ítalska stórliðsins Inter.
Tíðindin hafa legið í loftinu undanfarna daga en eru nú staðfest, á fyrsta leikdegi íslenska landsliðsins á EM, en það mætir Finnum í dag.
Karólína kemur frá Bayern Munchen en hún hefur verið á láni hjá Bayer Leverkusen við góðan orðstýr undanfarin tvö ár.
Hjá Inter er önnur landsliðskona, Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Hún var á láni hjá félaginu frá Bayern Munchen á síðustu leiktíð og var tilkynnt um kaup Inter á markverðinum í gær.