Olivier Giroud er orðinn leikmaður Lille í Frakklandi en hann kemur til félagsins frá LAFC í Bandaríkjunum.
Giroud yfirgefur LAFC á frjálsri sölu en hann gerir eins árs samning við Lille.
Hákon Arnar Haraldsson er einmitt leikmaður Lille og fær að spila með mjög reynslumiklum leikmanni í vetur.
Giroud er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann er markahæsti landsliðsmaður í sögu Frakklands með 57 mörk.
Giroud er þekktastur fyrir tíma sinn á Englandi þar sem hann lék með Arsenal og Chelsea.