Coleen Rooney er fari að moka inn meira af peningum en eiginmaður hennar Wayne Rooney. Þetta kemur fram í skattaskýrslum þeirra.
Ensk blöð fjalla um málið og segir að fyrirtæki hennar hafi hagnast um 1,3 milljón punda á síðasta ári.
Þáttaka hennar í vinsælum sjónvarpsþáttum og fleira hefur orðið til þess að hún þénar meira en karlinn.
Wayne þénaði um 300 þúsund pund á viku sem leikmaður þegar best lét en það var í kringum árið 2014.
Hann þjálfaði Plymouth á síðasta ári og fékk 500 þúsund pund fyrir það eða um 80 milljónir.
Á meðan sótti Coleen 216 milljónir í hagnað í fyrirtækinu sínu og er því farin að skáka karlinum en auðæfi þeirra eru metin á 200 milljónir punnda.