Florian Wirtz viðurkennir að hann langi út fyrir þægindarammann og að spila annars staðar en hjá Bayer Leverkusen.
Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur verið einn sá eftirsóttasti í heimi í nokkurn tíma, en líklegt þykir að hann söðli um í sumar.
Hefur Wirtz verið orðaður við Bayern Munchen, Real Madrid og Manchester City, en fyrr í þessari viku sagði þýska blaðið Bild að hann vildi til Bayern.
Wirtz á tvö ár eftir af samningi sínum og er í honum klásúla sem gerir honum kleift að fara fyrir rúmar 100 milljónir punda.
„Ég er heppinn að svo mörg frábær félög vilji fá mig og gefa mér tækifæri til að spila fyrir stærstu lið Þýskalands og Evrópu,“ segir Wirtz um stöðu sína.
„Það er freistandi að fara út fyrir þægindarammanna á einhverjum tímapunkti, prófa eitthvað nýtt. Ég er viss um að ég myndi aðlagast vel hvar sem er.“