fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433

United og Tottenham mætast í úrslitum eftir örugga sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 20:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Tottenham komust þægilega áfram í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Bæði lið voru í góðri stöðu fyrir leiki kvöldsins. United vann fyrri leik sinn gegn Athletic Bilbao 0-3 og Tottenham vann Bodo/Glimt 3-1.

United lenti undir eftir hálftíma leik í kvöld þegar Mikel Jauregizar skoraði og smá spenna komin í einvígið. Mason Mount gerði hins vegar út um það með marki á 72. mínútu. Casemiro bætti svo við marki á 80. mínútu og svo var komið að Rasmus Hojlund, áður en Mount skoraði annað mark sitt í uppbótartíma.

Lokatölur í kvöld 4-1 og United vinnur einvígi sitt á afar sannfærandi hátt, samanlagt 7-1.

Það tók Tottenham tíma að brjóta ísinn í kvöld en það gerðist með marki Dominic Solanke á 73. mínútu. Pedro Porro innsiglaði svo 0-2 sigur og 5-1 samanlagt.

United og Tottenham mætast í úrslitaleiknum í Bilbaó miðvikudaginn 21. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók fram úr David Beckham í gær

Tók fram úr David Beckham í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn