fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 17:00

Grindvíkingar fagna. Skjáskot: Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni fór fram samráðs- og upplýsingafundur í Grindavík þar sem rætt var um öryggi Grindavíkurvallar og hvernig tryggja megi öryggi gesta, starfsfólks og keppenda á svæðinu. Fundinn sátu m.a. fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, ÍTF, slökkviliðs og lögreglu, öryggisstjóri vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðingar frá EFLU og ÍSOR.

Á fundinum voru lögð fram nýjustu gögn og niðurstöður jarðsjármælinga fyrir keppnis- og æfingasvæðið í Grindavík. Gögnin sýna að ekkert bendir til hættu á yfirborði vallarins. Jarðfræðingar sem metið hafa svæðið staðfesta að berggrunnur á svæðinu sé stöðugur, og gripið hafi verið til viðeigandi öryggisráðstafana þar sem sprungur nálgast íþróttasvæðið.

Við stöðuskoðun á mannvirkjum Grindavíkurvallar þann 30. apríl voru engar skemmdir sjáanlegar og ekki voru merki um hreyfingar. Öll mannvirki eru talin örugg til notkunar. Þetta á við um búningsklefa, áhorfendastúku og knattspyrnuvöllinn sjálfan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð