Arsenal kom öllum á óvart í dag og tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða kvennalið félagsins.
Arsenal mætti besta félagsliði heins í Barcelona og var talið eiga lítinn sem engan möguleika fyrir leik.
Þær ensku gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0 sigur en framherjinn Stina Blackstenius gerði eina markið.
Barcelona var töluvert sterkari aðilinn og átti 20 skot að marki Arsenal gegn átta.
Arsenal hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar á tímabilinu, 12 stigum á eftir Chelsea.