Ruben Amorim stjóri Manchester United er búin að pumpa í vöðvana fyrir kvöldið þegar lærisveinar hans mæta Tottenham í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Úrslitaleikurinn fer fram í Bilbao á Spáni en Manchester liðið kom til borgarinnar í gærkvöldi.
Amorim vaknaði snemma í morgun þar sem hann skellti sér í ræktina til að drepa tíma fram að leiknum.
„Pabbi fór í ræktina í morgun og rakst á sérstakan gest,“ sagði einn stuðningsmaður United sem mættur er til Spánar.
Ekki er líklegt að margir stuðningsmenn United hafi skellt sér í ræktina í morgun þar sem mikil ölvun var í borginni í nótt.
Þá brutust út harkaleg slagsmál í Bilbao seint í nótt þar sem stuðningsmenn United og Tottenham tókust á.
Manchester United and Tottenham fans have been fighting in Spain.pic.twitter.com/jcIt2VDtJW
— UtdActive (@UtdActive) May 20, 2025