Það er nóg um að vera hjá Barcelona, sem tryggði sér Spánarmeistaratitilinn á dögunum.
Nú er sagt frá því að Raphinha, algjör lykilmaður sem þó hefur eitthvað verið orðaður við brottför, sé að skrifa undir framlengingu á samningi sínum í Katalóníu.
Núgildandi samningur brasilíska kantmannsins rennur út eftir tvö ár en er kappinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning.
Raphinha hefur átt frábært tímabil og er hann með 33 mörk og 25 stoðsendingar í öllum keppnum.
Þá er Hansi Flick, stjóri Börsunga, einnig að skrifa undir nýjan samning, en sá sem nú er í gildi rennur út eftir næstu leiktíð.
🚨🔵🔴 Barcelona have reached an agreement with Raphinha over new deal, all done! 💣
The Brazilian will sign until June 2028, one more important renewal for Barça with Deco’s huge work in recent months.
Flick signs new deal tomorrow… and then time for Raphinha. ✍🏻🔒 pic.twitter.com/nU3P6nHmSU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 20, 2025