Gabri Veiga gæti snúið aftur til Evrópu í sumar eftir tvö ár í Sádi-Arabíu.
Þessi sóknarsinnaði miðjumaður var eftirsóttur sumarið 2023, þá á mála hjá Celta Vigo, en ákvað hann að fara til Al-Ahli í Sádí.
Nú á Veiga, sem verður 23 ára í næstu viku, aðeins ár eftir af samningi sínum þar og er hann orðaður burt.
Talið er að nokkur félög hafi áhuga á Veiga, einna helst Porto sem hefur fylgst með honum í þó nokkurn tíma.
Á tíma sínum með Al-Ahli hefur Veiga skorað 12 mörk og lagt upp 10 í 64 leikjum.
🚨🔵⚪️ FC Porto are among clubs keen on signing Gabri Veiga from Al Ahli this summer.
He’s on the list and highly appreciated since January, as @marcosbenito9 reports.
Veiga could leave Saudi Pro League this summer. pic.twitter.com/VhG26Rt1dT
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 20, 2025