Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur hótað því að hætta í sumar ef félagið verður ekki við ósk hans um leikmannahóp sinn.
Guardiola vill minnka hóp sinn og hætta að þurfa að eiga við það að setja reynda leikmenn til hliðar.
„Ég hef sagt félaginu það að ég vil ekki stóran hóp, ég vil ekki setja fimm eða sex til hliðar í hópnum. Ég vil það ekki, ég mun segja upp starfinu,“ segir Guardiola.
Guardiola vill frekar treysta á unga leikmenn ef það koma upp meiðsli í hópnum.
„EF hópurinn verður ekki minni, þá verð ég ekki áfram. Sál mín höndlar ekki að setja leikmenn til hliðar.“