Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari Vals segir að stærstu mistök sín hjá Val sem þjálfari hafi verið að fara ekki alltaf eftir eigin sannfæringu.
Arnar var rekinn úr starfi á síðasta tímabili eftir eitt og hálft ár í starfi á Hlíðarenda.
Þessi öflugi þjálfari var gestur í Þungavigtinni í dag þar sem hann var spurður út í stærstu mistök sín á Hlíðarenda.
„Það voru nokkur, til að segja eitt. Maður á alltaf að fara eftir gut feeling í hjartanu, stundum þegar þú ert undir ákveðni pressu þá lætur þú til leiðast að gera hluti sem þú vilt ekki gera,“ sagði Arnar.
„Það er ekki gott sem þjálfari.“
Hann vildi þó ekki nefna dæmi um þetta en Arnar sagðist ólmur vilja komast aftur í þjálfun en hann hefur samkvæmt heimildum 433.is verið í viðræðum við HB í Færeyjum.