Manchester United er við það að ganga frá kaupunum á Matheus Cunha. Fabrizio Romano segir frá.
Brasilíski sóknarmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við United í vor, en hann er að eiga frábært tímabil með Wolves og hefur hann verið iðinn við markaskorun.
Cunha vill ganga í raðir United og er verið að ganga frá samningsviðræðum við hann. Þá á aðeins eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum milli United og Wolves.
Það hefur verið talað um að United greiði um 62 milljónir punda fyrir Cunha.
United hefur verið í framherjaleit undanfarið, en menn eins og Rasmsus Hojlund og Joshua Zirkzee hafa ekki verið að heilla á Old Trafford.