fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Hallgrímur sakar fjölmiðla um að ljúga – „Búa til hluti til að fá fyrirsagnir“

433
Mánudaginn 19. maí 2025 08:30

Mynd: KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir fjölmiðla hafa logið til að búa til fyrirsagnir um lið sitt í kjölfar daprar byrjunar í Bestu deild karla.

KA gerði markalaust jafntefli við nýliða ÍBV í gær og er með aðeins fimm stig og einn sigur eftir sjö leiki í deildinni.  Umræðan hefur þá verið neikvæð í kringum KA og eftir tap gegn Fram í bikarnum á dögunum var fjallað um það að stjórn KA hafi fundað með Hallgrími strax að honum loknum.

Hallgrímur tók hins vegar fyrir að hafa fundað með stjórninni og að fundurinn hafi snúið að döprum varnarleik liðsins. Eftir jafnteflið við ÍBV í gær skaut Hallgrímur svo á umfjöllun undanfarinna daga.

„Við erum staðráðnir í að leysa þetta saman. Það er engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að búa til hluti og reyni að ljúga upp á okkur til að fá fyrirsagnir þá höldum við ótrauðir áfram,“ sagði hann í samtali við Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
433Sport
Í gær

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti