Juventus ætlar að freista þess að stela Antonio Conte frá Napoli í sumar, en sögusagnir um þetta eru í gangi á Ítalíu.
Conte, sem er til að mynda fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham, var stjóri Juventus frá 2011 til 2014 en er nú á toppi Serie A með Napoli þegar ein umferð er eftir.
Juventus hefur lengi horft til þess að ráða Conte aftur, jafnvel áður en félagið réð Thiago Motta til starfa fyrir þessa leiktíð.
Motta var rekinn í vor og Igor Tudor tók við, en félagið leitar að manni til frambúðar.
Ekki er víst hvort Napoli sé til í að sleppa Conte í sumar eða þá hvort hann vilji snúa aftur til Juventus.