fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 13:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar fengu engan aðgang að Trent Alexander-Arnold, leikmanni Liverpool, eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í gær. Hann tjáði sig þó á Instagram.

Liverpool vann Tottenham 5-1 og ljóst að Arsenal getur nú ekki náð toppliðinu, þó svo að fjórar umferðir séu eftir. Það var eðlilega mikið fagnað í leikslok og tók Trent að sjálfsögðu fullan þátt þar.

Bakvörðurinn er hins vegar líklega að kveðja Liverpool í sumar, þegar samningur hans rennur út. Allar líkur eru á því að hann fari til Real Madrid, en ekkert hefur verið staðfest og Trent sjálfur verið þögull sem gröfin.

Á bandarísku sjónvarpsstöðinni Peacock kom það fram í gær að verið væri að halda Trent frá fjölmiðlum og að honum yrði ekki hleypt í neitt viðtal.

Trent birti hins vegar myndir frá fagnaðarlátunum á Instagram og skrifaði: „Fyrir borgina. Fyrir stuðingsmennina.“

Ljóst er að stuðningsmenn þrá það heitt að halda Trent en líklegast er að hann fari til Spánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu
433Sport
Í gær

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Í gær

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið