fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

FH að krækja í Dag Fjeldsted frá Breiðablik

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Dagur Örn Fjeldsted kantmaður Breiðablik á leið til FH á láni. Mun þetta ganga í gegn áður en félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.

FH mun svo hafa forkaupsrétt á Degi að tímabilinu loknu. Dagur hefur verið hluti af U21 árs landsliði Íslands undanfarið og ætti að styrkja FH-liðið.

FH hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og er með eitt stig eftir fjórar umferðir í deildinni. Koma Dags er því mikilvæg innspýting inn í komandi baráttu.

Dagur fagnar tvítugsafmæli sínu í dag en hann fór á láni til HK hluta af síðustu leiktíð og vakti athygli fyrir vaska framgöngu.

Hann hefur ekki komið við sögu í Bestu deildinni á þessu tímabili en lék í góðum sigri Blika á Fjölni í bikarnum. Hann fer nú á lán í Hafnarfjörðinn þar sem hann ætti að vera í lykilhlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi valinn bestur eftir ótrúlegt tímabil

Messi valinn bestur eftir ótrúlegt tímabil