fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Amorim viðurkennir að þetta hafi verið áhætta

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, viðurkennir að það hafi verið ákveðin áhætta að fá ekki framherja til liðsins í félagaskiptaglugganum í janúar.

United er að eiga skelfilegt tímabil og eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en er liðið þó í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og getur að einhverju leyti bjargað tímabilinu með því að sigra þá keppni.

Rasmus Hojlund og aðrir framherjar United hafa ekki heillað á leiktíðinni og var Amorim spurður að því hvort hann hefði átt að fá inn framherja í glugganum í janúar.

„Það var áhætta að sækja ekki framherja í janúar en það eru til mikilvægari hluti en að skora tíu mörk á þessu tímabili. Við erum að reyna að gera eitthvað enn mikilvægara,“ sagði Portúgalinn þá.

Það má búast fastlega við því að framherji komi á Old Trafford í sumar, sem og leikmenn í aðrar stöður, enda ekki vanþörf á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni