fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“

433
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍR sem leikur í Lengjudeildinni í sumar hefur vakið athygli í vetur fyrir vaska framgöngu sína í Lengjubikarnum og svo í Mjólkurbikarnum.

Það vakti hins vegar nokkra athygli á laugardag þegar liðið mætti Þór í 32 liða úrslitum bikarsins að nokkra lykilmenn vantaði.

Komið hefur fram að fjórir leikmenn liðsins fengu páskafrí og fóru erlendis, þeir gátu því ekki tekið þátt í leiknum.

„Helsta er að það voru fjórir ÍR-ingar í páskafríi, þeir voru í páskafríi? Hvaða áhugamennska er þetta, þeir eru í Lengjudeildinni, ætli það sé sumarfrí á leiðinni,“ sagði Albert Brynjar Ingason stjórnandi Gula spjaldsins sem var hneykslaður á þessu.

Jóhann Birnir Guðmundsson er þjálfari liðsins og hefur gert frábæra hluti undanfarið. „Þú ert fótboltamaður á Íslandi og átt að vita að páskafrí er ekki í boði. Jóhann Birnir sagði að það væri allt í góðu, þetta hefði verið í samráði,“ sagði Gunnar Ormslev gestur þáttarins.

Ásgeir Frank Ásgeirsson aðstoðarþjálfari Fjölnis sem leikur í sömu deild og ÍR var á sama máli. „Það eru tvær vikur í mót, það er galið. Maður er ekki vanur þessu, að það sé páskafrí í boltanum.“

„Er ekki bara eðlilegt að það sé lokað á utanlandsferðir eftir janúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld