fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Myndband: Subbuleg slagsmál í Kaupmannahöfn í gær – Ögraði tugum þúsunda og allt varð vitlaust

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð gjörsamlega upp úr eftir Kaupmannahafnarslaginn milli FCK og Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni á Parken í gær.

Gestirnir frá Bröndby unnu dramatískan sigur í leiknum, 1-2. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma og mistókst heimamönnum svo að jafna af vítapunktinum nokkrum mínútum síðar.

Það er gríðarlegur hitti milli þessara liða og stuðningsmanna þeirra og eftir leik fagnaði Patrick Pentz markmaður Bröndby fyrir framan stuðningsmenn FCK. Uppskar hann sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir vikið.

Hófust þá hörð slagsmál úti á vellinum þar sem Pentz fékk að kenna á því. Diant Ramaj markvörður FCK fékk einnig rautt spjald fyrir viðbrögð sín í leikslok og fékk varamarkvörður Bröndby einnig brottvísun.

Pentz viðurkenndi eftir leik að það hafi verið mistök að kveikja í mannskapnum með fögnuði sínum, en hér neðar er myndband af þessu.

Þess má geta að FCK er á toppi deildarinnar með 1 stigs forskot á Midtjylland. Bröndby er 5 stigum á eftir erkifjendum sínum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
Hide picture