fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
433Sport

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. mars 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA skoðar reglubreytingar í kjölfar þess að vítaspyrna Julian Alvarez var dæmd ógild í seinni leik leik Atletico Madrid gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Conor Gallagher skoraði eina mark leiksins og jafnaði þar með einvígið fyrir Atletico en framlengingu og síðar vítaspyrnukeppni þurfti svo til að skera úr um sigurvegara. Þar hafði Real betur þar sem Atletico klikkaði á tveimur spyrnum sínum en Real einni.

Önnur spyrna Atletico sem um ræðir var þó ótrúleg óheppni. Julian Alvarez rann þá og var spyrnan dæmd ógild þar sem hann snerti boltann tvisvar áður en hann fór í markið. VAR komst að þessari niðurstöðu og hefur hún þótt umdeild á meðal einhverra, en það er þó útlit fyrir að ákvörðunin hafi verið rétt.

UEFA ætlar hins vegar nú að ræða við FIFA og æðstu menn fótboltans um hvort það eigi að dæma mörk eins og hjá Alvarez af ef augljóst er að seinni snertingin er algjört óviljaverk.

Það er því hugsanlegt að í framtíðinni myndi mark eins og hjá Alvarz í gær standa. Hefði það getað gjörbreytt niðurstöðu einvígisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lárus um Aron Einar: ,,Leave the game before the game leaves you“

Lárus um Aron Einar: ,,Leave the game before the game leaves you“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um Zidane í fyrsta sinn í langan tíma – ,,Er ekki einn af hans bestu vinum“

Tjáir sig um Zidane í fyrsta sinn í langan tíma – ,,Er ekki einn af hans bestu vinum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland í C deildina eftir slaka frammistöðu gegn Kósovó

Ísland í C deildina eftir slaka frammistöðu gegn Kósovó
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Aron Einar fékk rautt spjald stuttu eftir innkomuna

Sjáðu atvikið: Aron Einar fékk rautt spjald stuttu eftir innkomuna
433Sport
Í gær

Aldrei verið með gælunafn en er nú kallaður hesturinn

Aldrei verið með gælunafn en er nú kallaður hesturinn
433Sport
Í gær

Segja allar líkur á að Onana sé á leið til Sádi

Segja allar líkur á að Onana sé á leið til Sádi