fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. mars 2025 15:08

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson er hlynntur því að Orri Steinn Óskarsson taki við fyrirliðabandinu í íslenska landsliðinu af honum.

Þetta segir reynsluboltinn í samtali við RÚV. Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti í gær að hinn tvítugi Orri, sem er á mála hjá Real Sociedad, tæki við bandinu. Tilkynnti hann enn fremur að Hákon Arnar Haraldsson væri nýr varafyrirliði.

„Ég vissi alveg að hann hafði hugmyndir um annað og eins og hann útskýrði líka vel að ég þarf ekki fyrirliðaband til að vita að ég er leiðandi í þessum hóp. Þetta er svipuð staða og ég var í þegar ég tók við bandinu og Orri og Hákon vita það að ég er til staðar fyrir þá þegar þeir vilja. Ég held þetta sé rétt þróun. Þetta kannski lætur þá axla meiri ábyrgð og ég var hlyntur þessari hugmynd frá byrjun,“ segir Aron við RÚV.

Einhverjir hafa gagnrýnt að Aron sé landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Kósóvó. Aron er á mála hjá Al-Gharafa í Katar en er aðeins skráður í Meistaradeildarhóp liðsins, en þar er Al-Gharafa úr leik. Hann lék með Þór í Lengjudeildinni hér heima síðasta sumar.

„Ég er orðinn vanur þessari gagnrýni. Ég hef verið að spila vel í Meistaradeildinni hér í Asíu og æfa 100% þannig að ég er klár. Ég hef í raun sjaldan verið hungraðri en akkúrat þessa stundina í að sýna mig og sanna,“ segir Aron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig