fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 18:15

Samúel Kári/Skjáskot: Stöð 2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur ákveðið að Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, skuli sæta tveggja leikja banni fyrir afar ljóta tæklingu sína í leik gegn KR á sunnudag.

Liðin mættust í Lengjubikarnum og fór Samúel Kári í glórulausa tæklingu á Gabríel Hrannari Eyjólfsssyni, leikmanni KR, í leiknum, sem Vesturbæingar unnu 1-3.

Meira
Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Dómari leiksins lyfti strax upp rauða spjaldinu og þar með ljóst að Samúel Kári væri á leið í eins leiks bann. Aganefndin bætir hins vegar einum leik við hið hefðbundna bann.

Bannið gildir þó aðeins í Lengjubikarnum og tekur Samúel Kári það því út á næsta ári. Honum er frjálst að spila fyrsta leik Stjörnunnar í Bestu deildinni, gegn FH þann 7. apríl.

Meira
Samúel Kári opnar sig um atvikið í gær – Hringdi tvö símtöl í Vesturbæinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undirbúa það að reisa styttu af Messi

Undirbúa það að reisa styttu af Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið