fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

433
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 08:30

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glöggir tóku eftir því að eitthvað var breytt á skrifstofu Donald Trump Bandaríkjaforseta í útsendingu vestan hafs.

Trump hefur nefnilega látið setja HM-styttuna glæsilegu fyrir aftan sig, eftirlíkingu af þeirri sem heimsmeistarar í fótbolta fá fjórða hvert ár. Það er fjallað um þetta í erlendum miðlum og er því velt upp hvað á að lesa í þetta.

Breski miðillinn Mirror er á meðal þeirra sem fjalla um málið. Er þar því velt upp hvort Trump gæti verið að senda skilaboð til Mexíkó og Kanada, sem ásamt Bandaríkjunum halda HM karla í fótbolta á næsta ári.

Það er nokkur spenna á milli gestgjafanna þriggja en Trump hefur undanfarið verið í fréttum fyrir að setja auknar tollaálögur á Mexíkó og Kanada.

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um gott samband Trump og Gianni Infantino, forseta FIFA, en sá síðarnefndi mætti til að mynda á innsetningarhátíð Trump á dögunum.

Mirror segir ekki hægt að útiloka að Trump setji pressu á að Bandaríkin haldi HM á næsta ári ein síns liðs, en þegar er ljóst að langflestir leikir fara fram í landinu, þar með talin öll útsláttarkeppnin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Í gær

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?