fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Nefnir tvo þjálfara sem var hundleiðinlegt að æfa undir

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. febrúar 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard, fyrrum leikmaður Real Madrid og Chelsea, skemmti sér ekki mikið á æfingum undir Antonio Conte og Maurizio Sarri sem þjálfuðu eitt sinn það síðarnefnda.

Það er Hazard sjálfur sem segir frá en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna eftir misheppnaða dvöl hjá Real Madrid.

Hazard segir að Conte og Sarri hafi verið mjög ‘ítalskir’ í sinni nálgun á æfingum og að það hafi hentað honum afskaplega illa.

,,Hjá Real Madrid vorum við alltaf með boltann, við æfðum með bolta í nánast hvert einasta skipti,“ sagði Hazard.

,,Það voru svo tveir, Conte og Sarri, æfingarnar hjá þeim voru svo leiðinlegar. Það er ekki hægt að bera þetta saman.“

,,Ég var hrifinn af æfingum Zinedine Zidane hjá Real Madrid og ég skildi þær betur. Ég er auðvitað mikill aðdáandi hans og það gæti hafa spilað inn í!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð