Alisson, markvörður Liverpool, viðurkennir að Mohamed Salah hafi lítinn sem engan áhuga á að verjast í leikjum liðsins.
Alisson er samt sem áður að hrósa Salah með þessum ummælum en Egyptinn leggur sitt af mörkum í varnarvinnunni – þó hann vilji helst halda sig í fremstu víglínu.
Salah var frábær í gær er Liverpool vann Bournemouth 0-2 en hann skoraði bæði mörk liðsins í leiknum.
Salah er nú orðinn sjötti markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
,,Seinna mark Salah sýnir hans gæði. Við vitum hversu mikilvægur hann er fyrir liðið og hann skorar svona mörk,“ sagði Alisson.
,,Við verðum að taka fyrir hversu mikið hann leggur á sig fyrir liðið. Hann er ekki hrifinn af því að verjast en hann gerir það fyrir liðið.“