Bayern Munchen hefur gefist upp í kapphlaupinu um sóknarmanninn Christopher Nkunku sem spilar með Chelsea.
Þetta segir blaðamaðurinn Christian Falk en hann er með mjög áreiðanlega heimildarmenn í Þýskalandi.
Nkunku hefur undanfarið verið orðaður við Bayern sem skoðaði það að fá hann fyrir lok janúargluggans.
Bayern hefur ákveðið að hætta við allavega í bili en mun skoða það að fá leikmanninn til sín næsta sumar.
Nkunku er ekki fyrsti maður á blað á Stamford Bridge og gæti vel verið á förum frá félaginu eftir tímabilið.