
Laura Woods mun snúa aftur á skjáinn á morgun eftir að það leið yfir hana í beinni útsendingu fyrir vináttulandsleik kvennalandsliða Englands og Gana í síðustu viku.
Áhorfendum var brugðið þegar uppákoman varð en samstarfsmenn hennar, Ian Wright og Anita Asante, brugðust fljótt við. Útsending var svo rofin áður en Katie Shanahan tók við stjórnartaumunum í stað Woods.
Eftir leikinn staðfesti Woods á Instagram að hún væri í lagi og hún verður aftur á skjánum fyrir TNT Sports í umfjöllun þeirra um stórleik Real Madrid og Manchester City á morgun.