
Það er búist við því að Mohamed Salah verði utan hóps hjá Liverpool gegn Inter í Meistaradeildinni annað kvöld samkvæmt helstu miðlum.
Eins og flestir vita setti Salah allt í háaloft með viðtali sem hann fór í eftir enn ein slöku úrslit Liverpool, jafntefli gegn Leeds um helgina.
Salah hefur verið bekkjaður af Arne Slot í unfanförnum leikjum. Sakaði hann félagið um að henda sér undir rútuna í viðtalinu og að samband hans við Slot væri ekkert.
Þá gaf Salah það í skyn að leikurinn gegn Brighton um næstu helgi gæti verið sá síðasti á Anfield, fái hann að spila hann.