
Erling Braut Haaland var í stuði eftir 1-2 sigur Manchester City á Real Madrid í gær, þar sem hann skoraði, og hóf viðtal við CBS á því að stríða Jamie Carragher.
Í upphafi viðtalsins grínaðist Haaland í Carragher, þar sem sá síðarnefndi hefur verið heitur undanfarna daga í gagnrýni á Mohamed Salah.
„Ég verð stressaður þegar ég sé Jamie Carragher í setti,“ sagði Haaland og uppskar mikinn hlátur. „Þú þarft ekki að vera stressaður Erling!“ svaraði Carragher um hæl.
Micah Richards spurði Haaland þá hvort hann teldi að erfiðara væri að mæta Antonio Rudiger, leikmanni Real Madrid, eða Carragher. „Ég held ég þurfi að segja Rudiger, Carragher er tifandi tímasprengja,“ sagði framherjinn og uppskar enn meiri hlátur.
Erling Haaland came for @Carra23 right off the bat 💀 pic.twitter.com/KVzYpL3TMe
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) December 10, 2025