fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. desember 2025 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unai Emery, stjóri Aston Villa, er sagður leita að nýjum framherja í janúar þrátt fyrir fínasta tímabil það sem af er.

Mirror segir Aston Villa vera á eftir Igor Thiago, sóknarmanni Brentford,  til að koma í samkeppni við Ollie Watkins eftir slakt tímabil Englendingsins hingað til.

Thiago hefur verið frábær í treyju Brentford og skorað 11 mörk í 13 leikjum í úrvalsdeildinni, aðeins Erling Braut Haaland er með fleiri mörk á tímabilinu.

Villa er í fjórða sæti og stefnir á að endurheimta sæti í Meistaradeild Evrópu í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt