
Eins og flestir vita er Mohamed Salah nú sterklega orðaður við brottför frá Liverpool eftir viðtal sem hann gaf um helgina.
Salah hefur verið bekkjaður af Arne Slot í unfanförnum leikjum. Sakaði hann félagið um að henda sér undir rútuna í viðtalinu og að samband hans við Slot væri ekkert.
Þá gaf Salah það í skyn að leikurinn gegn Brighton um næstu helgi gæti verið sá síðasti á Anfield, fái hann að spila hann.
Salah hefur lengi verið orðaður við Sádi-Arabíu og The Athletic segir vissulega áhuga þaðan, í formi stórliðsins Al-Hilal.
Eitthvað hefur þó verið fjallað um áhuga vestan hafs einnig og segir The Athletic enn fremur að San Diego FC, sem og Chicago Fire fylgist með gangi mála.