fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah hefur þénað gífurlegar upphæðir frá því hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool í apríl en framtíð hans á Anfield er nú í uppnámi eftir gagnrýni hans eftir 3-3 jafnteflið gegn Leeds um helgina.

Salah, 33 ára, sakaði Arne Slot um að kasta sér fyrir rútuna og sagði að engin samskipti væru lengur á milli þeirra. Hann lét einnig að því liggja að hann gæti yfirgefið félagið í janúar.

Útspil hans kom á óvart þar sem aðeins átta mánuðir eru liðnir síðan hann hafnaði Sádi-Arabíu og skrifaði undir nýjan samning sem tryggir honum um 400 þúsund pund á viku.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Salah þegar þénað um 14 milljónir punda síðan samningurinn tók gildi.

Það jafngildir yfir 586 þúsund pundum fyrir hvern þeirra 26 leikja sem hann hefur spilað og um 6.500 pundum fyrir hverja mínútu á vellinum. Salah hefur skorað sjö mörk á þessu tímabili, sem þýðir að Liverpool hefur greitt um tvær milljónir punda fyrir hvert mark.

Tengsl leikmanns og félags virðast nú á tímamótum og ljóst að næstu dagar gætu ákvarðað hvort Salah spilar meira með Liverpool eða fer nýja leið í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah