

Fyrrverandi framherji Liverpool, Michael Owen, hefur gagnrýnt Mohamed Salah fyrir harðorða gagnrýni sína eftir 3–3 jafnteflið gegn Leeds um helgina.
Salah, 33 ára, lét öllum illum látum eftir að hafa setið á bekknum í þriðja úrvalsdeildarleiknum í röð og sakaði bæði Arne Slot og félagið um að hafa hennt sér fyrir rútuna.

Hann sagði jafnframt að engin samskipti væru lengur milli hans og Slot.
Owen, sem sjálfur lenti í brottför frá Liverpool árið 2004, tjáði sig á X um atvikið: „Ó, Mo Salah. Ég skil hvernig þér líður. Þú hefur borið þetta lið í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En knattspyrna er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt svona opinberlega,“ sagði Owen.
Hann minnti jafnframt á að Salah fer til Afríkumótsins eftir viku og sagði að slíkar yfirlýsingar gætu haft alvarleg áhrif á stöðu hans innan liðsins á Anfield.