fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Reynir að botna í Eyjamönnum eftir óvænt brotthvarf Þorláks – „Hagsmunaárekstur er ekki nógu stórt orð“

433
Sunnudaginn 7. desember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, stjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Steve Dagskrá, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Það vakti athygli á dögunum þegar Þorlákur Árnason hætti með karlalið ÍBV. Ástæðan sem hann gefur upp er sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði liðsins, hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar.

„Þetta er ótrúlega sérstakt. Ég er að reyna að sjá hlið Vestmannaeyinga í þessu og það þarf að halda í gott fólk, ríghalda í það. Ef staðan kemur upp að hann sé klár í að verða framkvæmdastjóri er stokkið á það. En hagsmunaárekstur er ekki nógu stórt orð held ég,“ sagði Vilhjálmur.

„Það getur vel verið að hann sé frábær í þetta starf, en það er þá bara hægt að gauka því að honum að hann verði framkvæmdastjóri þegar skórnir fara á hilluna. Það væri þá bara mjög spennandi fyrir hann eftir ferilinn,“ sagði Andri.

Þorlákur gerði frábæra hluti með ÍBV í sumar og var nálægt því að skila liðinu í efri hluta Bestu deildarinnar sem nýliði. „Það má líka ekki gleyma síðasta tímabili og hvað Láki gerði. Það er eins gott að Alex Freyr sé þá alvöru framkvæmdastjóri,“ sagði Vilhjálmur.

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“