

Manchester United hefur lengi verið eitt sýnilegasta félagið þegar kemur að fyrrum leikmönnum sem verða sérfræðingar í sjónvarpi og sú umfjöllun hefur áhrif á núverandi leikmannahóp.
Samkvæmt enskum fjölmiðlum tók Lisandro Martinez gagnrýni frá Paul Scholes það nærri sér á síðustu leiktíð að boðaður var fundur til að jafna spennuna, þó að hann hafi aldrei átt sér stað.
Scholes sagði frá því að leikmaður United hefði viljað funda með sér en aldrei þorað að mæta.
Heimildarmaður hjá TNT lýsir Scholes svona. „Hann segir einfaldlega það sem hann hugsar. Ef honum líkar ekki við leikmann, þá segir hann það. Hann er frábær náungi, en hann getur ekki falið tilfinningar sínar.“ Leikmenn United eru meðvitaðir um þetta og sumir orðnir þreyttir á stöðugri gagnrýni frá Scholes hjá TNT og þeim Gary Neville og Roy Keane á Sky Sports.
Þetta hefur valdið vaxandi spennu innan hópsins. þar sem leikmenn telja vægi orða fyrrverandi goðsagna félagsins hafa mikil áhrif.