fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Leikmaður Tottenham í klandri – Gripinn glóðvolgur að taka hláturgas

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 7. desember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yves Bissouma, miðjumaður Tottenham, gæti átt yfir höfði sér agaviðurlög eftir að myndband birtist þar sem hann sést anda að sér hláturgasi, ári eftir að hann var settur í bann fyrir sambærilegt atvik.

Tottenham staðfesti á laugardagskvöld að félagið hefði hafið innra rannsóknarferli eftir að upptakan, sem sýnir Bissouma nota nituroxíðblöðru á skemmtun, fór í dreifingu.

Á sama tíma hefur 29 ára leikmaðurinn fjarlægt allar tilvísanir í Spurs af Instagram-reikningi sínum, sem hefur ýtt undir vangaveltur stuðningsmanna um framtíð hans hjá félaginu.

Samkvæmt The Sun var myndbandið tekið aðfaranótt 3. nóvember og sent til konu sem hafði verið boðið á samkvæmið í London. „Ég trúði ekki mínum eigin augum,“ sagði konan.

„Bissouma var að nota blöðruna opinberlega þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum áður út af þessu.“

Spurs hefur enn ekki gefið út hvort formleg viðurlög bíði leikmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“