fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 07:00

Roy Keane /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane efast um ímynd stuðningsmanna Liverpool eftir að baulað var á Trent Alexander-Arnold í fyrsta heimkomuleik hans á Anfield sem leikmaður Real Madrid.

Alexander-Arnold, sem gekk óvænt til liðs við Real Madrid síðast í sumar eftir að hafa leyft samningi sínum að renna út, kom inn af bekknum síðustu tíu mínúturnar í 1-0 sigri Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.

Flestir stuðningsmenn tóku á móti honum með bauli, þó sumir hefðu staðið upp og klappað. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið ósáttir við brottför hans, þar sem félagið fékk einungis um tíu milljónir punda í stað þess að selja hann fyrir mun hærra verð.

Áhorfendur sungu jafnframt lagið um Steven Gerrard og heiðruðu Conor Bradley, sem lék í stöðu Alexander-Arnolds og átti frábæran leik.

Keane gagnrýndi viðtökurnar harðlega í þættinum Stick to Football:

„Liverpool stuðningsmenn hafa orðspor fyrir að vera trúfastir og hafa klassa yfir aðra,“ sagði Keane.

„En að baula á leikmann sem spilaði yfir 260 leiki, vann deildina og Meistaradeildina… það er furðulegt.

„Auðvitað þurfa þeir ekki að óska honum góðs gengis hjá Madrid. En að leggja sig fram við að baula á heimastrák. Liverpool stuðningsmenn þurfa að líta í spegil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“