

Roy Keane efast um ímynd stuðningsmanna Liverpool eftir að baulað var á Trent Alexander-Arnold í fyrsta heimkomuleik hans á Anfield sem leikmaður Real Madrid.
Alexander-Arnold, sem gekk óvænt til liðs við Real Madrid síðast í sumar eftir að hafa leyft samningi sínum að renna út, kom inn af bekknum síðustu tíu mínúturnar í 1-0 sigri Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.
Flestir stuðningsmenn tóku á móti honum með bauli, þó sumir hefðu staðið upp og klappað. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið ósáttir við brottför hans, þar sem félagið fékk einungis um tíu milljónir punda í stað þess að selja hann fyrir mun hærra verð.
Áhorfendur sungu jafnframt lagið um Steven Gerrard og heiðruðu Conor Bradley, sem lék í stöðu Alexander-Arnolds og átti frábæran leik.
Keane gagnrýndi viðtökurnar harðlega í þættinum Stick to Football:
„Liverpool stuðningsmenn hafa orðspor fyrir að vera trúfastir og hafa klassa yfir aðra,“ sagði Keane.
„En að baula á leikmann sem spilaði yfir 260 leiki, vann deildina og Meistaradeildina… það er furðulegt.
„Auðvitað þurfa þeir ekki að óska honum góðs gengis hjá Madrid. En að leggja sig fram við að baula á heimastrák. Liverpool stuðningsmenn þurfa að líta í spegil.“