fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag gæti verið á leið aftur til Ajax, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Samkvæmt AD hefur hinn 55 ára gamli þjálfari átt fundi með Alex Kroes, tæknistjóra félagsins, um mögulegt endurkomu hlutverk þar sem hann myndi taka við af John Heitinga.

Heitinga var rekinn fyrr í dag eftir mjög slakt gengi, tapi gegn Galatasaray á heimavelli í gær var hans banabiti í starfi.

Ten Hag hefur verið án starfs síðan í september, þegar hann var rekinn frá Bayer Leverkusen eftir aðeins tvo deildarleiki, fljótasta þjálfaraspark í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Hann gagnrýndi stjórn félagsins harðlega og sagði að honum hafi aldrei verið veitt raunverulegt traust eða tími til að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd.

Ten Hag stýrði Ajax með miklum árangri á árunum 2017–2022, þar sem hann vann þrjá hollenska meistaratitla og náði í undanúrslit Meistaradeildarinnar árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar