

Erik ten Hag gæti verið á leið aftur til Ajax, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Samkvæmt AD hefur hinn 55 ára gamli þjálfari átt fundi með Alex Kroes, tæknistjóra félagsins, um mögulegt endurkomu hlutverk þar sem hann myndi taka við af John Heitinga.
Heitinga var rekinn fyrr í dag eftir mjög slakt gengi, tapi gegn Galatasaray á heimavelli í gær var hans banabiti í starfi.
Ten Hag hefur verið án starfs síðan í september, þegar hann var rekinn frá Bayer Leverkusen eftir aðeins tvo deildarleiki, fljótasta þjálfaraspark í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.
Hann gagnrýndi stjórn félagsins harðlega og sagði að honum hafi aldrei verið veitt raunverulegt traust eða tími til að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd.
Ten Hag stýrði Ajax með miklum árangri á árunum 2017–2022, þar sem hann vann þrjá hollenska meistaratitla og náði í undanúrslit Meistaradeildarinnar árið 2019.