
Virgil van Dijk varð hissa eftir sigur Liverpool á Real Madrid þegar maður sem tók viðtal við hann eftir leikinn reyndist vera fyrrverandi andstæðingur hans úr Meistaradeildinni.
Liverpool vann 1-0 sigur á spænska risanum á Anfield á þriðjudagskvöld, en Alexis Mac Allister skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu.
Sá sem tók viðtalið sem um ræðir við Van Dijk eftir leik var hinn pólski Michal Zyro, fyrrverandi framherji sem Hollendingurinn hafði mætt áður, fyrir ellefu árum síðan.
Zyro lék með Legia Varsjá gegn Van Dijk og Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2014. Legia vann báða leikina, 4-1 og 2-0, þar sem Zyro skoraði og lagði upp mark, en pólska liðið var síðar dæmt úr leik fyrir að nota ólöglegan leikmann.
Zyro, sem síðar lék með Wolverhampton Wanderers, þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall vegna meiðsla.
„Ég er virkilega ánægður að sjá þig,“ sagði Zyro við Van Dijk eftir leikinn. „Þú skoraðir tvö mörk á móti mér þá, og nú ertu að taka viðtal við mig,“ svaraði Van Dijk.
Þeir kvöddust með virktum eftir þessa skemmtilegu uppákomu, sem má sjá hér að neðan.
Virgil van Dijk was interviewed by someone he played against and their exchange was pure class ❤️
‘As long as you’re happy, that’s the most important thing’.
↳ UEFA Champions League. Live & Exclusive on Stan Sport.#StanSportAU #UCL pic.twitter.com/JXktOPECcw
— Stan Sport Football (@StanSportFC) November 5, 2025