fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk varð hissa eftir sigur Liverpool á Real Madrid þegar maður sem tók viðtal við hann eftir leikinn reyndist vera fyrrverandi andstæðingur hans úr Meistaradeildinni.

Liverpool vann 1-0 sigur á spænska risanum á Anfield á þriðjudagskvöld, en Alexis Mac Allister skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu.

Sá sem tók viðtalið sem um ræðir við Van Dijk eftir leik var hinn pólski Michal Zyro, fyrrverandi framherji sem Hollendingurinn hafði mætt áður, fyrir ellefu árum síðan.

Zyro lék með Legia Varsjá gegn Van Dijk og Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2014. Legia vann báða leikina, 4-1 og 2-0, þar sem Zyro skoraði og lagði upp mark, en pólska liðið var síðar dæmt úr leik fyrir að nota ólöglegan leikmann.

Zyro, sem síðar lék með Wolverhampton Wanderers, þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall vegna meiðsla.

„Ég er virkilega ánægður að sjá þig,“ sagði Zyro við Van Dijk eftir leikinn. „Þú skoraðir tvö mörk á móti mér þá, og nú ertu að taka viðtal við mig,“ svaraði Van Dijk.

Þeir kvöddust með virktum eftir þessa skemmtilegu uppákomu, sem má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM