
Brasilíska ungstirnið Endrick fer líklega á láni frá Real Madrid til franska liðsins Lyon í janúarglugganum.
Miklar vonir eru bundnar við Endrick í spænsku höfuðborginni en hann virðist þurfa meiri tíma til að geta sýnt sitt besta.
Lyon er til í að bjóða Endrick aukinn spiltíma og leikmaðurinn sjálfur er mjög opinn fyrir skiptum til Frakklands í janúar, enda dreymir hann um að vera í HM-hópi Brasilíu næsta sumar.
Þess má geta að enginn kaupmöguleiki mun fylgja lánssamningi Endrick, verði af honum, þar sem Real Madrid sér hann sem leikmann sinn til margra ára.
🚨 Loan with buy option has never been a possibility for Endrick in January. 🇧🇷
The only chance: straight loan, as wanted by the player.
❤️💙 The only club in advanced talks so far as exclusively revealed last week: Olympique Lyon.
Endrick wants OL move, deal progressing. 👀 pic.twitter.com/tb4Ky0dTpi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2025