fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur aftur gagnrýnt fyrrum félag sitt Manchester United og varað við því að stjóri liðsins, Ruben Amorim, geti ekki gert kraftaverk á meðan félagið skortir uppbyggingu og stefnu.

Í nýju viðtali við Piers Morgan í þættinum Piers Morgan Uncensored lýsti Ronaldo yfir vonbrigðum sínum með stöðuna á Old Trafford og sagði að honum þyki miður að sjá félagið í núverandi ástandi.

„Amorim er að gera sitt besta. En hvað geturðu gert? Kraftaverk? Kraftaverk eru ómöguleg og hann mun ekki framkvæma slíkt,“ sagði Ronaldo.

Þrátt fyrir að Amorim hafi komið United upp í fjórða sæti og aðeins tveimur stigum frá öðru sæti eftir tíu umferðir segir Ronaldo að liðið vanti sterkari innviði og framtíðarsýn.

„Þeir eiga góða leikmenn, en sumir skilja ekki hvað Manchester United stendur fyrir. Félagið hefur ekki lengur skipulagið sem það hafði þegar menn eins og Nicky Butt, Gary Neville, Roy Keane og Beckham voru að koma upp,“ bætti hann við.

Ronaldo hrósaði þó stuðningsmönnum félagsins og sagðist áfram bera miklar tilfinningar til United.

„Ég elska þetta félag og það verður alltaf í hjarta mínu. En við verðum að vera hreinskilin, liðið er ekki á réttri leið. Það þarf breytingar, ekki bara hjá leikmönnum og stjóranum, heldur í allri uppbyggingu félagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“