
Fernando Carro, framkvæmdastjóri Bayer Leverkusen, segir að Florian Wirtz hefði gengið til liðs við Real Madrid ef spænska félagið hefði lagt fram tilboð síðastliðið sumar.
Wirtz, 22 ára miðjumaður, gekk til liðs við Liverpool fyrir metfé, um 116 milljónir punda, en hefur átt í erfiðleikum með að aðlagast enska boltanum.
„Hann er leikmaður sem vill vinna Meistaradeildina. Hann sá að við unnum deildina með Leverkusen, en það er erfitt að vinna Evrópukeppnina með okkur. Hann hefði örugglega farið til Madrid ef Xabi Alonso hefði lagt fram tilboð,“ segir Carro, en Alonso stýrið auðvitað Wirtz hjá Leverkusen og er í dag hjá Real.
Spænskir miðlar halda því enn fremur fram að Real Madrid fylgist með gangi mála hjá Wirtz og að tími hans á Anfield gæti runnið sitt skeið fyrr en menn halda.
Liverpool og Real Madrid mætast í Meistaradeildinni á Anfield nú klukkan 20.