

Cristiano Ronaldo hefur lýst því hvernig hann bað kærustuna Georginu Rodriguez um að giftast sér og segir að það hafi verið spontant, frekar en rómantískur viðburður.
Parið tilkynnti trúlofun sína í ágúst eftir níu ára samband og deildi Georgina gleðifréttunum á Instagram. Í viðtali við Piers Morgan sagði Ronaldo að hann hefði ekki ætlað sér að biðja Georginu þetta kvöld, en það hafi þróast þannig.
„Það var um klukkan eitt um nóttina. Dæturnar mínar voru sofandi, vinur minn gaf mér hringinn og þegar ég ætlaði að afhenda hann þá komu börnin mín inn og sögðu „Pabbi, þú ætlar að biðja mömmu.“ Þá hugsaði ég: „Þetta er rétti tíminn.“
Ronaldo bætti við að hann hefði ekki farið á annað hné, en haldið litla ræðu og lýsir hann augnablikinu sem fallegu og einlægu.
„Ég er ekki sá týpíski rómantíski maður sem kemur heim með blóm í hverri viku, en ég er rómantískur á minn hátt. Ég vissi að hún væri konan í lífi mínu.“